Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hundar notaðir við lestrarþjálfun barna

19.6.2013

Lesið fyrir hundÍ dag miðvikudaginn 19. júní verða stofnuð samtökin VIGDÍS –Vinir gæludýra á Íslandi og er fyrsta verkefni þeirra að koma á lestrarverkefni þar sem hundar eru í aðalhlutverki. Stofnfndur verður kl: 17: 00 í Iðu Ziemsen kaffi, Vesturgötu 2, Reykjavík. 

Verkefnið er að bandarískri fyrirmynd, R.E.A.D.® (Reading Education Assistance Dogs) sem reynst hefur sérlega vel til að hvetja börn til yndislesturs og ekki síður til að liðsinna börnum með lestrarerfiðleika, til dæmis fjöltyngdum börnum og lesblindum.

Nú á vorönn  var gerð níu vikna tilraun með verkefnið í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns í félagsmiðstöðinni Selinu, í samvinnu við Brynju Tomer hundaeigenda og matsmann hunda. 

Sjálfboðaliðar mættu með sérvalinn hund einu sinni í viku í félagsmiðstöðina Selið og hittu þar börn úr 4. bekk, sem lásu fyrir hundinn og sjálfboðaliðann.  Árangurinn var mjög góður og hafa skólastjórnendur í Mýrarhúsaskóla ákveðið að halda áfram að bjóða upp á lestrarstund með hundum á næsta skólaári.

Við upphaf stofnfundarins munu tvö börn lesa fyrir hund og sjálfboðaliða og sjáum við fyrir okkur að það gæti verið mjög skemmtilegt myndefni.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: