Smávélar í stað hefðbundinna tölva
Seltjarnarnesbær hefur samið við Nýherja um rekstur upplýsingatæknikerfa bæjarins til næstu fimm ára. Nýherji mun annast rekstur upplýsingakerfa bæjarins. Það á bæði við um notendaþjónustu við stofnanir þess og útvistun á miðlægum tæknibúnaði, s.s. rekstur netþjóna og netkerfa.