Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Dreifing á pappírstunnum að hefjast

27.6.2013

Nú hefur verið hafist handa við að setja saman nýju pappírstunnunar og er markmiðið að hefja dreifingu á þeim mánudaginn 1. júlí. Dreifingin sjálf tekur ekki meira en 3 vikur. 

Pappírstunnum verður dreift við hvert hús á Seltjarnarnesinu en minnt er á að íbúum ber ekki skylda til að taka við þeim. Þeim, sem ekki kjósa að hafa hana, er góðfúslega bent á að hafa samband við skrifstofu bæjarins s: 595-9100 til að láta fjarlægja hana. 

Þar sem tvær tunnur eru á heimili verður settur límmiði á aðra tunnuna og henni breytt þannig í pappírstunnu. Í þrí- og fjórbýli verður tveimur tunnum bætt við til að byrja með en ef íbúar óska eftir fleiri tunnum þarf að hafa samband við bæjarskrifstofu. 

Pappírstunnan verður losuð á 28 daga fresti og hefðbundna sorptunnan á 14 daga fresti. Fyrsta losun á pappírstunnu verður í lok júlí. 

Dreifing pappírstunnunnar hefst á Víkurströndinni og þaðan verður dreift í gegnum strandirnar, Bollagarða og Hofgarða.  Því næst fer dreifing fram við Nesbala og Neströð. Miðað er við að dreifingu á þessum svæðum verður lokið 4. júlí.

Mánudaginn 8. júlí hefst dreifing við Lindarbraut og eftir það við Vallarbraut, Miðbraut, Melabraut, Unnarbraut, Bakkavör og Valhúsabraut. Frá Valhúsabraut heldur dreifingin áfram á Kirkjubraut og Skólabraut. Dreifingu á þessu svæði á að vera lokið þann 11. júlí.

Frá 15. júlí hefst dreifing neðan Suðurstrandar og verður byrjað á Steinavör og Hrólfsskálavör. Þaðan verður haldið á Selbraut, Sólbraut, Sæbraut og haldið áfram að Nesvegi. Að lokum verða mýrarnar teknar og dreifingu lýkur á Eiðismýri. Miðað er við að dreifingu á þessu svæði verði lokið ekki seinna en 19. júlí.

Ekki verður kerfisbundið dreift í fjölbýli heldur fer dreifing fram í samráði við húsfélög en vonir standa til að pappírstunna verði komin í öll fjölbýli fyrir miðjan júlí.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: