Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ný undirstaða Trúarbragða 

26.7.2013

Trúarbrögð, Ásmundur Sveinsson, höggmyndNýlega gekkst Seltjarnarnesbær fyrir lagfæringu á undirstöðu höggmyndar Ásmundar Sveinssonar, Trúarbrögðum, sem stendur við Kirkjubraut, skammt frá Seltjarnarneskirkju. Undirstaðan var farin að láta nokkuð á sjá en er nú til mikillar prýði. Verkið er úr járni og var gert árið 1965, en árið 1975 var það stækkað og reist í tilefni af 100 ára afmæli Mýrarhúsaskóla. Dr. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur segir svo um verkið: Trúarbrögðin eru frá því skeiði í list Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) þegar járnið leysti stein og tré af hólmi sem aðalefniviður listamannsins. Jafnframt urðu viðfangsefni hans óhlutbundin, oft sótt í heim tækni og geimvísinda. Í þessu verki notar Ásmundur geómetrísk form og tákn sem vísa til ýmissa trúarbragða og andlegra minna. Hálfmáninn er tákn íslams, utan hans stendur kross sem tengist öðrum hlutum verksins með járngeislum. Margs konar þríhyrnd form vísa til heilagrar þrenningar en einnig til viðleitni alls til æðri upphafningar og sameiningar. Hringurinn er tákn eilífðar og einingar. Við fyrstu sýn líkist verkið skipi, með stefni, möstrum og segli. Má skilja það svo að hin ýmsu trúarbrögð og andleg leit mannsins séu á sama fleyi, siglandi hraðbyri inn í framtíð einingar og andlegs þroska.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: