Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

„Ný sjónarhorn á nám og færniþróun og þýðingu þeirra fyrir skóla“

12.8.2013

Hermundur SigmundssonÁ opnum fyrirlestri um skólamál í sal Mýrarhúsaskóla fimmtudaginn 15. ágúst kl. 16:15 fjallar Hermundur Sigmundsson prófessor um ný sjónarhorn á nám og færniþróun og þýðingu þeirra fyrir skóla.

Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálarfræði (biological psychology) við sálfræðideild Háskólans í Þrándheimi í Noregi. Við þá deild stjórnar hann meistaranámi sem heitir Learning - brain, behaviour, environment.
Hermundur hefur dr.polit gráðu frá Norska tækni og vísindaháskólanum frá 1998 innan sviðsins lífeðlislegri sálarfræði og hefur í sínum rannsóknum skoðað spurningar um nám, námserfiðleika og færniþróun.  Hann hefur birt yfir 60 vísindagreinar og hefur verið höfundur og ritstjóri fyrir 6 bækur.

Í fyrirlestrinum kemur Hermundur inn á færni, hæfileika, þróun, samspil erfða og umhverfis (Gottlieb), nám, tauga-Darwinisma (Edelman), námsferli, meginreglur um nám, flæði (Chikszentmihalyi), lestrarfærni, stærðfræði, heimavinnu, hreyfingu og breytt skipulag skóladagsins.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og er aðgangur ókeypis.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: