Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarhátíð á Nesinu

13.8.2013

Síðustu helgina í ágúst verður haldin bæjarhátíð á Seltjarnarnesi og eru allir bæjarbúar hvattir til að sameinast í gleðinni. Hátíðin hefst kl. 17 fimmtudaginn 29. ágúst með opnun myndlistarsýningarinnar Rembingur í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafninu, á verkum Haraldar Sigmundssonar. Haraldur er ungur listamaður sem fer óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni. Verkin, sem eru þrívíð og tvívíð, eru afar litrík og Haraldur beitir sérstakri tækni við gerð þeirra sem felst í því að sprauta litlum akrýltoppum á flötinn eða hlutinn í stað þess að beita penslinum við verkið. 

Vatna-Zumba eða Aqua-Zumba er góð leið til að hrista alla saman og hentar bæði ungum og öldnum. Kennarinn Elín Berglind hefur sérhæft sig í þessari nýstárlegu dansaðferð og kennir gestum sundlaugar Seltjarness helstu sporin. Vatna-Zumba hefst kl. 20 á föstudagskvöldið en á eftir stíga á stokk hressir tónlistarmenn og DJ sem skemmta gestum til kl. 22.

Laugardagurinn er aðalhátíðardagurinn en þá safnast allir iðkendur Gróttu saman á útivellinum og leika listir sínar. Ungmennum bæjarins verður boðið á sérstakan dansleik kl. 20 - 22 á laugardagskvöldið sem verður haldinn í íþróttahúsinu undir stjórn ungmennaráðsins. 

Hápunkti bæjarhátíðarinnar verður náð á laugardagskvöldinu með stórdansleik í íþróttahúsinu þar sem fram kemur hljómsveitin í Svörtum fötum með Jónsa í broddi fylkingar. Ballið hefst kl. 23 og er forsala miða þegar hafin í Íslandsbanka á Eiðistorgi.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: