Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fanney og Aron unnu til bronsverðlauna á HM í Rússlandi

28.8.2013

Fyrr í sumar kepptu Aron Teitsson og Fanney Hauksdóttir á HM í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu í Suzdal í Rússlandi. Aron keppti í klassískum kraftlyftingum og lenti í 4. sæti.

Eftir að mótinu lauk kom í ljós að einn af þeim keppendum sem höfðu lent ofar en Aron hafði neytt ólöglegra lyfja og var því dæmur úr leik. Aron færist því upp í 3. sæti og hlýtur þar með bronsverðlaun á þessu heimsmeistramóti í klassískum kraftlyftingum.

Fanney Hauksdóttir keppti í bekkpressu á þessu sama móti og hafði lent í 4. sæti. Sigurvegarinn í hennar flokki féll á lyfjaprófi og því færist Fanney upp í 3. sæti og er því bronsverðlaunahafi á þessu heimsmeistaramóti


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: