Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ný og spennandi leiktæki við Mýrarhúsaskóla

6.9.2013

Leiktæki við Mýrarhúsaskóla

Mikil ánægja ríkir meðal nemenda í Mýrarhúsaskóla með ný leiktæki sem sett voru upp á skólalóðinni í sumar. Tilkoma þeirra var skref í endurnýjun lóðarinnar, en hluti hennar var endurgerður árið 2009. 


Sett var upp klifurgrind, í stað leikkastala sem stóð á lóð Gamla Mýrarhúsaskóla, auk tveggja annarra leiktækja. Fulltrúar nemenda í skólaráði tóku þátt í vali á leiktækjunum, sem hafa sannað vinsældir sínar á skólalóðum víða um land. 

Leiktækin uppfylla allar öryggiskröfur sem gerðar eru til leiktækja á opinberum leiksvæðum varðandi öryggisstaðla og fallundirlag. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: