Vel heppnuð bæjarhátíð á Seltjarnarnesi
Nýafstaðin bæjarhátíð á Seltjarnarnesi heppnaðist með eindæmum vel. Þetta var í fyrsta sinn sem efnt var til slíkrar hátíðar, en hún hófst með sýningaropnun Haraldar Sigmundssonar í Eiðisskeri á fimmtudegi og lauk með stórdansleik í Íþróttahúsinu á laugardagskvöld.






