Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýir keppendur í Útsvari

9.9.2013

Nýir liðsmenn keppa fyrir Seltjarnarnesbæ í hinum geysivinsæla spurningaþætti Sjónvarpsins, Útsvari. Þetta eru þau Karl Pétur Jónsson ráðgjafi, Saga Ómarsdóttir viðskiptafræðingur og markaðsfulltrúi hjá Icelandair og Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. 


Liðið lítur björtum augum til keppninnar og óskar Seltjarnarnesbær þeim góðs gengis. Á sama tíma er forverum þeirra, systkinunum snjöllu þeim Önnu Kristínu, Rebekku og Þorbirni Jónsbörnum þökkuð vaskleg framganga í síðustu keppnum. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: