Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fisksali hlýtur viðurkenningu - Hvetur aðra til eftirbreytni

19.9.2013

Birgir Ásgeirsson og Guðbjörg Ruth KristjánsdóttirFisksalarnir í Vegamótum þau Guðbjörg Ruth Kristjánsdóttir og Birgir Ásgeirsson þáðu á dögunum umhverfisviðurkenningu frá Seltjarnarnesbæ úr hendi Margrétar Pálsdóttur formanns umhverfisnefndar Seltjarnarness. Verðlaunin eru veitt í tilefni af því að Guðbjörg og Birgir eru hætt að nota frauðplastbakka undir fiskinn en nota þess í stað umhverfisvænan, vaxborinn pappír. 

Umskiptin eru að áeggjan Margrétar Pálsdóttur sem að eigin frumkvæði gekk á milli fyrirtækja á Seltjarnarnesi og hvatti þau til að draga úr notkun plastumbúða og reyna að finna aðrar leiðir, en eins og kunnugt er plast mesta umhverfisógnin sem blasir við heiminum í dag. Fisksalarnir brugðust hratt og fljótt við hvatningu Margrétar en að þeirra sögn leggja þau mikla áherslu á umhverfisvæn viðskipti. Það hafi síðan verið ákveðinn kaupauki að við breytinguna hafi plássið í versluninni aukist til muna. Frauðplastbakkarnir eru þannig ekki einungis lengi að eyðast í umhverfinu, þeir eru líka mjög plássfrekir, sem getur komið sér illa í litlu verslunarrými. Hvað kostnað áhrærir segir Birgir hann nánast vera sá sama á plastinu og pappírsumbúðunum. 

Birgir Ásgeirsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Margrét PálsdóttirBirgir vill bæta um betur á sviði umhverfisverndar og hvetur nú viðskiptavini sína til að koma með eigin föt eða bakka sem hann getur afgreitt fiskinn beint ofan í. Hann hvetur einnig aðra sem eru að nota plast undir matvæli til að skipta því út fyrir pappírinn, það sé ekkert tiltökumál.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: