Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ný og öflug sjálfsafgreiðsluvél

27.9.2013

Bókasafn Seltjarnarness tók í vikunni til notkunar nýja og afar einfalda sjálfsafgreiðsluvél. Við það tilefni af tekin mynd af fyrsta viðskiptavininum, sem færði sér þjónustu hennar í nyt, en það var Viðar Hjartarson sem sagðist hæstánægður með viðmótið. Auk þess að hafa yfir sér léttara yfirbragð en fyrri sjálfsafgreiðsluvélar býður vélin upp á fleiri valkosti, sem felast m.a. í því að hægt er að skila og sækja gögn án þess að vera með bókasafnsskírteinið á sér. Ef svo ber undir þarf notandinn að slá inn kennitölu og síðan lykilorðið sem tengt er bókasafnskortinu og getur þá afgreitt sig sjálfur. Með þessari viðbót er öllum gert kleyft að sinna erindum sínum hjálparlaust. Þess má geta að Bókasafn Seltjarnarness er í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur og Bókasafn Mosfellsbæjar um lán og skil á bókum. Sjálfsafgreiðsluvél, Viðar Hjartarson

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: