Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hugmyndir vegna afmælisárs

11.11.2013

HátíðSeltjarnarnesbær fagnar 40 ára kaupstaðarafmæli 9. apríl 2014. Af því tilefni kallar menningarsvið bæjarins eftir hugmyndum frá bæjarbúum og öðrum um viðburði eða verkefni sem gætu átt heima á afmælisárinu þ.e. frá 9. apríl til ársloka 2014. Viðburðir og verkefni geta tengst afmælisdeginum sjálfum, skipulagðri dagskrá bæjarins, eins og Gróttudegi, Jónsmessu, 17. júní hátíðarhöldum, bæjarhátíð, Safnanótt eða öðru. Þeir geta einnig staðið sjálfstæðir og ekki í tengslum við skipulagða dagskrá. Til greina kemur að leggja verkefnum einhvern fjárhagslegan stuðning. 

Áhugasamir um þátttöku á afmælisárinu sendi inn tillögur þar sem fram kemur:
  • Heiti verkefnis og stutt lýsing á því
  • Tímasetning
  • Staðsetning 
  • Fjármögnun
  • Nafn, kennitala og netfang ábyrgðarmanns

Hugmyndir skulu sendar inn fyrir föstudaginn 6. desember 2013 á
Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Menningarsvið, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi,
eða á netfangið soffia@seltjarnarnes.is.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: