Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarneskirkja - Hátíð í bæ

18.12.2013

SeltjarnarneskirkjaMiðnæturmessa og kántríguðsþjónusta
Miðnæturmessa og kántríguðsþjónusta eru meðal þess sem Seltjarnarneskirkja býður upp á um jól og áramót. Helgihaldið verður með afar fjölbreyttu sniði þetta árið, en auk kammerkórs kirkjunnar koma Selkórinn og Kór Menntaskólans í Reykjavík fram. Kórstjórinn góðkunni Jón Karl Einarsson verður heiðraður og einsöng syngja Eygló Rúnardóttir, Guðrún Helga Stefánsdóttir, Þóra H. Pasauer og Sigurlaug Arnardóttir. Hljómsveitin Vinir Axels kemur fram í kántrímessu 5. janúar og ræðumaður í hátíðarmessu á nýjársdag er Brynjar Níelsson alþingismaður. 
Sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju er Sr. Bjarni Þór Bjarnason og organisti Friðrik Vignir Stefánsson. Hér að neðan er dagskrá kirkjunnar í heild sinni.

22. desember 
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Selkórinn syngur undir stjórn Oliver Kentish. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Nokkrir textar Sigurðar Björnssonar, verkfræðings, sungnir. Jón Karl Einarsson, kórstjóri, heiðraður í lok athafnar.  Kaffiveitingar. 

23. desember
Organisti leikur á orgelið á Þorláksmessukvöldi kl. 22-23 jólatónlist og jólasálma við kertaljós. Eygló Rúnarsdóttir syngur einsöng.  

24. desember
Aftansöngur kl. 18. Sóknarprestur, organisti kirkjunnar og Kammerkórinn. Guðrún Helga Stefánsdóttir syngur einsöng. 

Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Sóknarprestur, organisti kirkjunnar og Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur. 

Seltjarnarneskirkja25. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar. Organisti kirkjunnar og Kammerkórinn. Þóra H. Passauer syngur einsöng.  

26. desember
Helgistund í tilefni af Kirkjuhlaupi kl. 10 árdegis. Sóknarprestur þjónar ásamt organista.

29. desember
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti og Kammerkór. Kaffiveitingar.
31. desember
Heitt súkkulaði og piparkökur kl. 20.30 – kl. 22. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið áramótalög. 
Þeir sem koma af eða fara á brennu geta komið við í kirkjunni, hlýjað sér og fengið hressingu. 

1. janúar
Hátíðarguðsþjónusta. Sóknarprestur þjónar ásamt organista. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Ræðumaður er Brynjar Níelsson, alþingismaður. Sigurlaug Arnardóttir syngur einsöng. 

5. janúar
Kántríguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Hljómsveitin Vinir Axels syngja.  Sóknarprestur þjónar. Kaffiveitingar. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: