Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

9.1.2014

Við undirritun samnings um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisinsÁ stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Aðilar að samningum eru Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður.
Í samningnum, sem til 3 ára er fjallað um tilgang, framtíðarsýn og þau meginmarkmið sem sveitarfélögin setja sér með rekstrI skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli. Þá er í samningnum kveðið á um árlegt rekstrarframlag sveitarfélaganna á samningstímanum.

Í samningnum er einnig sérstakt ákvæði um aðgerðir til undirbúnings að snjóframleiðslu, sem er þó háð niðurstöðum úr heildarendurskoðun vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið og áhættugreiningu vegna starfsemi skíðasvæðisins í Bláfjöllum í ljósi mögulegra áhrifa hennar á vatnsverndina.

Samhliða undirritun samningsins var jafnframt ritað undir sérstakan þjónustusamning við ÍTR um umsjón með daglegum rekstri skíðasæðanna f.h. aðildarsveitarfélaganna. Með því eru settar ákveðnari og skýrari stjórnunarlegar forsendur og ábyrgðarskilgreining á þennan rekstur.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: