Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Lestrarvakning með Andra Snæ

17.1.2014

Lestrarvakning, Andri Snær, Valhúsaskóli
Rithöfundurinn vinsæli Andri Snær Magnason var sérstakur gestur á Bókasafni Seltjarnarness í morgun 17. janúar en þá hleypti Bókasafn Seltjarnarness af stokkunum sérstakri vitundarvakningu meðal unglingsdrengja til að hvetja og stuðla að lestri bóka og heimsókn á safnið. 
Andri Snær ræddi vítt og breytt um mátt og megin bókarinnar og gestirnir, drengir úr 9. og 10. bekk Valhúsaskóla skemmtu sér konunglega og kunnu vel að meta það sem Andri hafði fram að færa. Starfsmenn bókasafnsins hafa komið upp sýningu á bókum sem gætu fallið ungum drengjum í geð ásamt bókalista sem flokkaður er í hin ýmsu áhugasvið. Hann er hægt að nálgast á bókasafninu og heimasíðu safnsins: http://www.seltjarnarnes.is/media/frettir/Unglingabaekur.pdf
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: