Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Lág leikskólagjöld hjá Seltjarnarnesbæ

28.1.2014

Nýlega greindi verðlagseftirlit ASÍ frá hækkunum á leikskólagjöldum í stærstu sveitarfélögum landsins. Þar kom fram að Seltjarnarnes er eitt þeirra bæjarfélaga sem ekki hafa hækkað leikskólagjöldin frá 1. janúar 2013 – 1. janúar 2014. Töluverður verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélaga fyrir átta vistunina. Í samanburðartöflunni sem hér fylgir með sést að Leikskóli Seltjarnarness er sá þriðji lægsti á höfuðborgarsvæðinu hvort sem miðað er við fullt gjald á klukkustund á mánuði, átta klukkustunda vistun með eða án fæðis eða fæðisgjaldið eitt og sér. Þá er systkinaafsláttur með því sem best lætur, það er 50% fyrir fyrsta systkini og 100%  fyrir þriðja systkini.


Samanburður 1. janúar 2014 Rvík Kópavogur Seltjarnarnes    Hafnarfj. Reyknb. Mos Garðabær
Leikskóli - á mán              
Fullt gjald á klst. á mánuði 2.260 2.568 2.993 3.090 3.150 3.162 3.540
8 klst. vistun á mánuði 18.080 20.544 23.942 24.720 25.200 25.296 28.320
Fæðisgjald 7.800 7.612 7.535 7.863 7.880 8.055 6.840
Samt. 8 klst. vistun og fæði 25.880 28.156 31.477 32.583 33.080 33.351 35.160
 - afsl., systk. 2 75% 30% 50% 30% 50% 50% 50%
 - afsl., systk. 3 100% 75% 100% 60% 100% 50% 75%
 - afsl., systk. 4   75%   100%   50% 75%

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: