Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýr þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna

5.2.2014

Á fundi stjórnar SSH 4. febrúar var undirritaður nýr þjónustusamningur milli Fjölsmiðjunar annars vegar og Seltjarnarnessbæjar, Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar hins vegar. 

Í samningnum er skilgreint samstarf sveitarfélaganna og Fjölsmiðjunnar um verkþjálfun ungs fólks á aldrinum 16 – 24 ára sem hætt hefur námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði. Samningur þessi kemur í stað eldri samnings, en samstarf sveitarfélaganna og Fjölsmiðjunnar hefur staðið í liðlega áratug.

Samningur þessi er til eins árs, og á samningstímanum verður einnig unnið að því að leita leiða til að styrkja rekstur Fjölsmiðjunnar til lengri tíma, m.a. með því að tengja starfið betur við skólakerfið og með breikkun á núverandi aðstandendahópi. 

Við undirskrift samnings við Fjölsmiðjuna 2014
Talið frá vinstri: 
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Gunnars Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og formaður SSH,  Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: