Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Frímerki og umslög til góðgerðarmála

6.2.2014

FrímerkiSeltjarnarnesbær gengst nú fyrir söfnun á notuðum frímerkjum og umslögum og vill með því leggja sitt af mörkum til að styðja við fjársöfnun Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. 

Sambandið stendur fyrir sölu á þessum varningi og nýtast fjármunirnir meðal annars til að styðja börn í Afríku til náms. Á síðasta ári safnaði það 3.4 milljónum króna með sölunni. 

Auk þess að safna frímerkjum og umslögum á stofnunum bæjarins geta þeir, sem vilja leggja málstaðnum lið, skilað inn frímerkjum og umslögum í Bókasafn Seltjarnarness, sem kemur því til réttra aðila.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: