Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Samningur framlengdur

11.2.2014

Sigrún Hv Magnúsdóttir og Jón Sigfússson

Í byrjun febrúar undirrituðu Sigrún Hvandal yfirfélagsráðgjafi  Félagsþjónustu Seltjarnarness og Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar áframhaldandi samstarfssamning  til fjögurra ára. Samningurinn felur í sér að Rannsókn og greining leggi áfram kannanir fyrir efstu bekki grunnskólans, greini gögnin og legi fram til kynningar að því loknu. Könnunin snýr að högum, líðan og neyslu nemendanna og hefur verið gerð um árabil. Um þessar mundir eru 12.000 ungmenni í 8., 9. og 10. bekk á landinu öllu að svara könnuninni en að jafnaði hefur svörun á landsvísu verið um 90%.  Gera má ráð fyrir að niðurstöður könnunarinnar liggi fyrir í síðari hluta aprílmánaðar.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: