Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gróubúð á Grandagarði

3.3.2014

Á 70 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Ársæls var opnuð ný og stærri björgunarmiðstöð á Grandagarði 1, sem fengið hefur heitið Gróubúð. Það var biskup Íslands Sr. Agnes Sigurðardóttir, sem vígði miðstöðina að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni ásamt fjölmörgum öðrum gestum.  


Að lokinni athöfn söng karlakór Sjómannaskólans nokkur lög og gestum var boðið að skoða húsnæðið. Árið 1999 sameinuðust Björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík og Björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi undir nafninu Ársæll. Ingólfur var stofnaður 28. febrúar árið 1944 og Albert árið 1968. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: