Gróubúð á Grandagarði
Á 70 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Ársæls var opnuð ný og stærri björgunarmiðstöð á Grandagarði 1, sem fengið hefur heitið Gróubúð. Það var biskup Íslands Sr. Agnes Sigurðardóttir, sem vígði miðstöðina að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni ásamt fjölmörgum öðrum gestum.