Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Allir framhaldsskólanemar fá frítt í sund og góða námsaðstöðu meðan á verkfalli stendur

17.3.2014

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, hefur lagt áherslu á að bærinn komi til móts við framhaldsskólanemendur á Nesinu sem ekki komast í skólann vegna verkfalls kennara. Af þessu tilefni verður opið í Ungmennahúsinu Skelinni frá 9-22 og um helgar í samráði við Ungmennaráðið og Margréti Sigurðardóttur forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Selsins.  Þar er góð aðstaða til að læra og einnig er eldhús á staðnum þar sem hægt er að útbúa og geyma mat. 

Bókasafn Seltjarnarness býður einnig upp á góða aðstöðu fyrir nemendur til að læra en þar er opið mánudag - fimmtudaga 10-19 og föstudaga 10-17.

Þá hefur verið ákveðið að bjóða öllum framhaldssólanemum frítt í sund gegn framvísun skólaskírteinis meðan á verkfallinu stendur, með framtakinu vill íþróttafulltrúi bæjarins hvetja framhaldsskólanema til að nýta sér þá aðstöðu sem til boða er.  Bæjarstjórinn Ásgerður Halldórsdóttir, vonar að þetta geti stutt við framhaldsskólanemendur og hvatt þá til að framfylgja námsmarkmiðum sínum.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: