Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýr sviðsstjóri umhverfissviðs Seltjarnarness

19.3.2014

Gísli HermannssonGísli Hermannsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Gísli kemur til með að stýra sviðinu, en helstu verkefni sem falla undir það eru hita-, vatns- og fráveitur, 
verklegar framkvæmdir, starfsemi áhaldahúss og umsjón með eignasjóði.

Gísli er rekstrarverkfræðingur frá Álaborg en hann hefur áður gegnt störfum sem yfirverkfræðingur Landsspítalans, forstöðumaður rekstrar- og tæknisviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur  og, eftir sameiningu stóru spítalanna, sviðsstjóri rekstrarsviðs Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Þá var hann rekstrarstjóri hjá jarðverktakafyrirtækinu Heimi og Þorgeiri ehf. og rak um skeið eigið verktakafyrirtæki. 

Fyrirrennari Gísla hjá Seltjarnarnesbæ var Stefán Eiríkur Stefánsson sem var nýlega ráðinn til að gegna stöðu yfirmanns vatnsveitunnar í Bergen, Noregi.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: