Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sjóvarnargarðar endurnýjaðir, bærinn sparar í efniskaupum

21.3.2014

Á næstu misserum hefur Seltjarnarnesbær í hyggju að fara í viðhaldsvinnu á sjóvarnargörðum sem víða eru farnir að láta á sjá. Gríðarlegur kostnaður felst í því að kaupa og flytja grjótið, sem notað er í garðana á staðinn, en bærinn hefur komist að samkomulagi við verktaka sem nú eru að störfum á Lýsislóðinni um að fá efni frá þeim endurgjaldslaust. 

Gera má ráð fyrir að með samkomulaginu sé bærinn að spara margar milljónir þegar til langs tíma er litið.
Þar til farið verður í framkvæmdir verður efnið haugsett í fjöruborðinu við Bygggarðavör. Nánar verður fjallað um málið í næstu Nesfréttum.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: