Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ný tilraunaborhola í undirbúningi á Seltjarnarnesi

1.4.2014

Undirbúningur að borholuHafinn er undirbúningur við nýja tilraunaborholu við Bygggarðstanga á Seltjarnarnesi og binda menn vonir við að þar sé að finna einu heitustu uppsprettuna á Nesinu. Seltjarnarnesbær hefur undanfarið verið að viða að sér stórgrýti, sem bærinn hefur fengið sér að kostnaðarlausu af Lýsislóðinni, og verður það notað til haugsetningar eins og verkefnið krefst. Lagður hefur verið vegarslóði frá Norðurströndinni af þessum sökum, til að valda sem minnstu raski á náttúrunni á meðan á framkvæmdum stendur.

Undirbúningur að borholuSeltjarnarnesbær býr yfir eigin hitaveitu og getur með því móti boðið bæjarbúum þjónustuna fyrir afar sanngjarnt verð. Fyrstu tilraunir við að bora fyrir heitu vatni á Seltjarnarnesi fóru fram árið 1965 og þó grunnt væri borað kom hátt hitastig vatnsins mönnum strax á óvart. Síðan þá hafa fleiri holur verið boraðar. Nú eru vinnsluholurnar alls fjórar, allar norðan megin á Nesinu og borholurnar átta.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: