Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Styrktarsýning á Bugsy Malone

4.4.2014

Nemendur í 8.- 10. bekk í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa undanfarana tvo mánuði unnið hörðum höndum við uppsetningu árshátíðarleikritsins Bugsy Malone undir leikstjórn Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur. Þau hafa séð um alla vinnu við leikmynda- og búningagerð, stýra allri tækni og semja alla dansa sjálf auk þess að leika og syngja. Hátt í 40 krakkar koma að uppsetningunni og hafa þau öll staðið sig frammúrskarandi.

 
Mánudaginn 7. apríl ætlar leikhópurinn að standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu en þau hafa valið að styrkja Leiðarljós, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Sýningin verður kl. 19:00 í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd. Það kostar 500 krónur inn fyrir þá sem eru á grunnskólaaldri en 1000 kr. fyrir aðra. Allur ágóði rennur óskiptur til Leiðarljóss.

Leiksýningin Bugsy Malone
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: