Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Myndlistarsýning leikskólabarna á Austurströnd 2

9.4.2014

Hópur barna af deildinni Eiði í Leikskóla Seltjarnarness, komu færandi hendi með listaverk á bæjarskrifstofur, en verkin höfðu þau gert í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins.

Ásgerður bæjarstjóri tók á móti listaverkunum og börnin tóku öll þátt í því að setja upp myndlistarsýninguna “Tröllaspor á Valhúsahæð„ sem prýðir nú neðri hæð Bæjarskrifstofu að Austurströnd 2, og verður þar til sýnis næstu 3 vikur.

Mikil gleði og ánægja var í hópnum sem kom í heimsókn eins og sést vel á meðfylgjandi mynd 
Ásgerður Halldórsdóttir ásamt leikskólabörnum
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: