Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Frá Gljúfrasteini að Gróttu

23.4.2014

Gróttudagurinn

Sagt er frá því í Morgunblaðinu í dag að síðustu ár hafi Atorka, mannrækt og útivist, skipulagt ferð úr sveit til sjávar á sumardaginn fyrsta. Þar kemur fram að hefð sé fyrir því að fara frá Húsi skáldsins á Gljúfrasteini út að vitanum í Gróttu á Seltjarnarnesi. 


Ferðin er um 35 km. löng. Lagt verður af stað frá Gljúfrasteini kl. 15 og er gert ráð fyrir að ferðin taki um tvo tíma. Hlé verður gert í Víkingsheimilinu og hægt er að slást í hópinn hvar sem er á leiðinni.
 
Þátttakendur velja sinn ferðamáta en hægt er að hjóla, skauta eða hlaupa svo dæmi sé tekið. 
Ekkert þátttökugjald er innheimt.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: