Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Metaðsókn á Gróttudegi

7.5.2014

Um 800 manns sóttu Fjölskyldudaginn í Gróttu, sem haldinn var hátíðlegur í 13. sinn, fimmtudaginn 1. maí. Gestir nutu veðurblíðunnar og alls þess besta sem Gróttan og dagskráin höfðu upp á að bjóða. 

Börnin sóttu smiðjur í flugdrekagerð og rannsóknum úr sjávarríkinu, harmonikkuleikari lék undir berum himni, börnin léku sér í fjöruborðinu og færri en vildu komust upp í vitann. 

Trúbadorinn KK var sérstakur gestur og lék og söng fyrir gesti í Albertsbúð. 

Hönnunarsýning Volka, sem hanna húsgögn út frá lögun vita, var í vitavarðarhúsinu og Elsa Nielsen sýndi tölvugerðar ljósmyndir í Fræðasetrinu. 

Í Fræðasetrinu fór einnig fram andlitsmálun, sem naut mikilla vinsælda og vöfflusalan sló öll met.
 
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014
 Gróttudagur 2014 Gróttudagur 2014

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: