Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Framkvæmdagleði á Seltjarnarnesi

13.5.2014

Eins og vera ber á þessum árstíma taka framkvæmdir í bæjarfélaginu mikinn kipp. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Hermannssyni sviðsstjóra umhverfissviðs bæjarins eru fjölmörg verkefni í gangi. 

"Meðal þess sem hæst ber er snyrting og fegrun bæjarins en von bráðar fáum við hóp skólafólks til liðs við okkur til að taka bæinn í gegn," segir Gísli. Við höfum verið að haugsetja grjót frá Lýsisreitnum við Bygggarðstanga en hugmyndin er að bora þar fyrir heitu vatni. Núna erum við að undirbúa þetta verkefni með því að bora þrjár tilraunaholur, en það er mikilvægt áður en lagt er út í framkvæmdir við virka borholu. 

Við Suðurströnd erum við að undirbúa gerð hljóðmanar og einnig stendur yfir lagnavinna vegna hitaveitunnar. Svæðin í kringum fótboltavöllin verða snyrt og byrjað er að vinna að frágangi á svæði í kringum vinnuaðstöðu golfvallarins. Þá eru alltaf fjölbreytt verkefni í gangi sem við í áhaldahúsinu höfum á okkar könnu en það er alltaf gaman á þessum árstíma þegar framkvæmdir eru í hámarki og unga fólkið er að tínast til starfa hjá okkur," segir Gísli að lokum.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: