Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær er Stofnun ársins 2014

23.5.2014

Stofnun ársins 2014Í gær, fimmtudaginn 22. maí, kunngjörði Starfsmannafélag Reykjavíkur á fjölmennri samkomu, sem haldin var í Hörpu, að Seltjarnarnesbær hlyti nafnbótina Stofnun ársins Borg og bær árið 2014 í flokki minni stofnanna. Viðurkenninguna hlaut Fjárhags- og stjórnsýslusvið bæjarins en í hópi stærri stofnana hlaut Fræðslusvið Seltjarnarness þriðju verðlaun. Þá hlutu bæði sviðin viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun ársins 2014. Önnur svið innan bæjarins lentu líka ofarlega á listanum.

Fyrirmyndarstofnun 2014Þessi einstaki árangur þykir endurspegla þann kraft og metnað sem starfsfólk Seltjarnarnessbæjar býr yfir og er góð hvatning til að halda áfram á sömu braut og hlúa að því sem betur má fara. Viðurkenningarnar eru byggðar á stærstu reglulegu vinnumarkaðskönnun, sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni er leitað eftir viðhorfi félagsmanna  til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. Sextíu og tvær stofnanir komust á lista í ár. Þykir könnun sem þessi gefa góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis.

Við útnefningu viðurkenninga um Stofnun ársins Borg og bær 2014
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóra Seltjarnarness ásamt Garðari Hilmarssyni formanni St.Rv. og handhöfnum annars og þriðja sætis í minni stofnunum ársins við afhendinguna í Silfurbergi.

Þessi einstaki árangur þykir endurspegla þann kraft og metnað sem starfsfólk Seltjarnarnessbæjar býr yfir og er góð hvatning til að halda áfram á sömu braut og hlúa að því sem betur má fara. Viðurkenningarnar eru byggðar á stærstu reglulegu vinnumarkaðskönnun, sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni er leitað eftir viðhorfi félagsmanna  til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. Sextíu og tvær stofnanir komust á lista í ár. Þykir könnun sem þessi gefa góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis.

Þetta er í þriðja sinn sem Starfsmannafélag Reykjavíkur veitir slíka viðurkenningu, en fyrir liðlega ári síðan sameinaðist Starfsmannafélag Seltjarnarness Starfsmannafélag Reykjavíkur. 

Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni  SFR stéttarfélags, VR. og  St.Rv. auk Starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla starfsmenn.

Nánari upplýsingar um val á fyrirtækjum og stofnunum má finna hér: http://www.strv.is/stofnun-arsins---borg-og-baer/
Á myndunum má sjá starfsmenn Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarnessbæjar með verðlaunagripinn og viðurkenningarskjal. 

Gunnar Lúðvíksson og Baldur Pálsson
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóra Seltjarnarness og Baldur Pálsson fræðslustjóra Seltjarnarness með viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarstofnanir árisins 2014.

Fjárhags- og stjórnsýslusvið
Starfsmenn Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarnesbæjar, talið frá vinstri, efri röð: Stefán Bjarnason, Sigrún Halla Gísladóttir, Ingibjörg Ölvisdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Gunnar Lúðvíksson. Neðri röð:;Gyða Jónsdóttir, Helga Vallý Björgvinsdóttir, Auður Daníelsdóttir og Ása Þórðardóttir
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: