Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Álftarungi kominn á Bakkatjörn

26.5.2014

Svandís og fjölskyldaBlaðamenn Morgunblaðsins eru einlægir aðdáendur álftarparsins á Bakkavör og eru jafnan fyrstir með fréttir af þessu sómapari, en þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað í gær að ljósmyndari blaðsins sá til unga í fylgd með föður sínum skammt frá Svandísi, en hún liggur enn þá á. Eins og kunnugir vita þá brast varp Svandísar á síðasta ári og var leitt að því getum að hún eða makinn væru orðin ófrjó. Það er því mikið fagnaðarefni að slíkt er ekki upp á teningnum. Svandís hefur komið tugum unga á legg í 18 sumra varpsögu hennar í hólmanum á Bakkatjörn, en sumarið 2013 brást eins og áður sagði.

Líklegt má telja að fleiri álftarungar svamli á tjörninni áður en langt um líður því Svandís liggur enn þá á

Svandís og fjölskylda
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: