Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Handverkssýning eldri borgara

28.5.2014

Handverks- og hönnunarsýning eldri borgara á Seltjarnarnesi verður opnuð á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl. 15 að Skólabraut 3-5, en þar getur að líta afrakstur vetrarstarfs þessa hugmyndaríka hóps. Meðal þess sem þar fyrir augu ber eru smíðamunir frá félagsskap sem nefnir sig Timburmenn, glerverk úr glersmiðju, handgert bókband auk þess sem sýndur verður forláta altarisdúkur, sem handvinnukonur hafa verið að sauma og til stendur að gefa kirkjunni.

Í tilefni dagsins mun guðsþjónusta í kirkjunni vera helguð eldri borgurum og hefst hún kl. 14.00. Þeir taka þátt í söng og hugvekju og boðið er upp á kaffiveitingar á eftir. 

Handverkssýningin verður opin fimmtudag kl. 15.00 – 17.00 og föstudag og laugardag kl. 14.00 – 17.00. Fólk er hvatt til að fjölmenna á sýninguna og taka með sér vini og vandamenn, en hægt er að  kaupa kaffi og vöfflur. 

Handverkshóður við útsaum
Á meðfylgjandi mynd má sjá handverkshópinn sitja við útsaum á hinum nýja altarisdúk.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: