Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Útskriftarárgangur í heimsókn hjá bæjarstjóra

30.5.2014

Það var hressilegur hópur barna sem heimsótti bæjarstjóra Seltjarnarness, Ásgerði Halldórsdóttur, sl. miðvikudag og þáðu hjá henni mjókurkex. 


Börnin settust inn á skrifstofu bæjarstjóra og spjölluðu um daginn veginn, en helst bar til tíðinda hjá þeim að brátt kveðja þau leikskólann sinn og hefja flest göngu í Mýrarhúsaskóla. 

Áður en þau héldu út í vorið sungu þau hjartnæmt lag um mikilvægi vináttunnar og snertu viðkvæma strengi allra viðstaddra. Er þeim óskað gleðilegs sumars og velfarnaðar í nýjum verkefnum sem bíða þeirra handan við hornið.

Leikskólabörn með bæjarstjóra
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: