Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gróðursetning á Bolaöldu

2.6.2014

Gróðursetning í BolölduNemendur Mýrarhúsaskóla hafa sett niður trjáplöntur og dreift lífrænum áburði á örfoka landsvæði á Bolaöldu frá árinu 2005. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eða GFF. Verkefnið kallast LAND-NÁM og er hluti af útiskóla sem samtökin starfrækja í samvinnu við grunn og framhaldsskóla.  Verkefnið snýst um að endruheimta gróður á örfoka landi með skólaæskunni, með áherslu á að koma til birkiskógi að nýju.

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að 4. bekkingar koma að vori til að setja niður plöntur eftir ákveðnu kerfi. Þeir fá fræðslu um gróðursetningu og uppgræðslu landsins. Hvert barn setur niður a.m.k. eina plöntu og mælir hæð hennar og sverleika stofns. Á 9. bekkur Grunnskóla Seltjarnarness að gróðusetja í Bolölduhaustin koma svo 9. bekkingar, mæla eldri plöntur með sama hætti og gera úttekt á árangri af plöntun fyrri ára. GFF heldur utan um öll gögn er varða gróðursetninguna og gögnin eru notuð í skólastofunni til að reikna út lifun, vöxt og kolefnisbindingu trjáplantnanna.

Í gagnagrunni GFF eru nú 18 klasar sem nemendur af Seltjarnarnesi hafa plantað, eða upplýsingar um 450 plöntur. Heildarfjöldi gróðursettra plantna er þó töluvert hærri líklega nær 700. Lifun er misjöfn. Í klösum frá vorinu 2005 mælist hún um 75% haustið 2013. Í klösum frá vorinu 2009 mælist hún 100% haustið 2012. 
Það er ánægjulegt að sjá hvað vel hefur tekist til með uppgræðslu og plönturnar er margar hverjar orðnar nokkuð státnar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Gróðursetning í Bolöldu Gróðursetning í Bolöldu
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: