Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Minningargjöf

5.6.2014

Laugardaginn 31. maí afhenti Erna Kristinsdóttir og fjölskylda hennar Seltjarnarnesbæ og íbúum hans nestisborð að gjöf til að setja upp í bænum. 

Gjöfin er færð bænum af afkomendum Eyjólfs E. Kolbeins sem var fæddur í Bygggörðum og bjó einnig síðar á Kolbeinsstöðum og Túni, en rúm eitt hundrað ár eru frá því að fjölskyldan settist að á Seltjarnarnesi. Bekknum verður komið fyrir þar sem Bygggarðar stóðu og verður merktur gefendum. Er Ernu og afkomendum hennar færðar bestu þakkir fyrir gjöfina sem á efalaust eftir að koma að góðu gagni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra veita bekknum viðtöku úr höndum afkomenda Eyjólfs. 

Ásgerður Halldórsdóttir ásamt afkomendum Eyjólfs E. Kolbein
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: