Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýr aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness

5.6.2014

Guðjón Steinar ÞorlákssonGuðjón Steinar Þorláksson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2014. Guðjón hefur starfað við skólann frá árinu 1996, þar af sem deildarstjóri sl.12 ár og þannig verið virkur í þróun og uppbyggingu alls skólastarfs tónlistarskólans.

Guðjón hefur lokapróf á kontrabassa og B.Ed.gráðu auk þess sem hann hefur lokið meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Guðjón hefur sem deildastjóri komið að ákvarðanatökum varðandi marga þætti skólastarfsins og þekkir því vel til starfshátta skólans. Hann hefur verið mikill hvatamaður og þátttakandi í uppbyggingu á ýmiskonar samspili nemenda innan skólans og þá ekki síst í rytmískri tónlist. Guðjón hefur auk þess komið víða  fram sem kontrabassaleikari, bæði á  flutningi klassískrar og rytmískrar tónlistar.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: