Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjölmenni í Jónsmessugöngu

25.6.2014

Á annað hundrað manns tóku þátt í hinni árvissu Jónsmessugöngu á Seltjarnarnesi sem fram fór þriðjudaginn 24. júní. Gangan var með sannkölluðum hátíðarbrag en förinni var heitið milli stofnana á Seltjarnarnesi, sem fagna stórafmæli á árinu rétt eins og bæjarfélagið sjálft, sem fagnar 40 ára kaupstaðarafmæli. 
Dagskráin stóð frá kl. 20-22:30 og hófst í Valhúsaskóla, sem einnig er 40 ára. Þar veitti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri viðtöku fyrsta eintaki af veglegu afmælistímariti Seltjarnarneskaupstaðar, en ritinu hefur nú verið dreift á hvert heimili og er einnig fáanlegt á skrifstofum bæjarins að Austurströnd 2 og í rafrænni útgáfu á heimasíðu bæjarins.
Dagskráin í göngunni var þétt og vel skipulögð en meðal atriða var söngur Selkórsins sem söng lög eftir Gunnar Þórðarson, heimsókn í kirkjuna þar sem flutt var erindi um starfsemi hennar og sögu, fróðleikur um hæsta stað Seltjarnarness á Valhúsahæð en göngunni lauk í Bakkavík með varðeldi, veitingum, harmonikkuleik, söng og eldlistamanni.
Það var Stefán Bergmann líffræðingur, sem leiddi gönguna.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: