Ráðgjafa- og hönnunarsamningur undirritaður
Ein rómaðasta staðsetning NessinsBygging hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi markar tímabót í byggingarsögu bæjarfélagsins, en það verður staðsett á einum rómaðasta útsýnisstað bæjarins við Safnatröð. Á heimilinu verður lögð áhersla á að umhverfi og aðbúnaður líkist sem mest hefðbundnum einkaheimilum þar sem ólíkum þörfum heimilisfólks er mætt. Byggingin er á einni hæð, án stiga og gott aðgengi er að henni. Bílastæði og aðstaða til útiveru eru einnig opin og afar aðgengileg. Hið nýja hjúkrunarheimili býður upp á aðstæður sem stuðla að vellíðan þeirra sem þar dvelja, jafnt heimilismanna sem starfsfólks og aðstandenda. Forsendur byggingarinnar grundvallast á stefnu og viðmiðum velferðarráðuneytisins í öldrunarmálum.