Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar Seltjarnarness 2014

31.7.2014

Umhverfisviðurkenning 2014 - Sæbraut 1Kjarvalshúsið svonefnda var eitt þeirra húsa sem hlaut sérstaka viðurkenningu þegar Seltjarnarnesbær veitti sínar árlegu umhverfisviðurkenningar síðastliðinn þriðjudag í vallarhúsinu við Gróttuvöll við Suðurströnd. 

Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur í fjölda ára veitt viðurkenningar fyrir fagra garða, snyrtilegan frágang lóða, eldri uppgerð hús, götur og opin svæði. Einnig hafa verið veittar viðurkenningar fyrir fögur tré.

Umhverfisviðurkenning 2014 - Bakkavör 8a

Umhverfisviðurkenning 2014 - Ásgerður Halldórsdóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Margrét Pálsdóttir

Ásgerður Halldórsdóttir, Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson


Viðurkenningu fyrir garð ársins hlaut Bakkavör 8a, en eigandi hans er Helga Kristín Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Seltjarnarness. 

Sérstaka viðurkenningu fyrir einstaklega vel heppnaðar framkvæmdir við enduruppbyggingu á húsi og umhverfi þess hlutu eigendur Sæbrautar 1 eða Kjarvalshússins þau Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson.

Umhverfisviðurkenning 2014 - Lindarbraut 25 Umhverfisviðurkenning 2014 - Tjarnarmýri 35-41

Sérstaka viðurkenningu fyrir vandaðan frágang og umhirðu garða hlutu eigendur Lindarbrautar 25 þau Hildur Guðmundsdóttir og Dýri Guðmundsson og íbúar á Tjarnarmýri 35-41.

Umhverfisviðurkenning 2014 - Lambastaðabraut 2 Umhverfisviðurkenning 2014 - Tré ársins Tjarnarmýri 14

Viðurkenningu fyrir uppgert hús á Seltjarnarnesi fengu eigendurnir Rósa Björg Helgadóttir og Úlrik Arthúrsson.

Tré ársins var valin selja sem stendur fyrir framan hús eigendanna Rósu Halldórsdóttur og Vilhjálms Smára Þorvaldssonar að Tjarnarmýri 14.

Umhverfisviðurkenning 2014 - Bryggja í Gróttu

Þá hlaut Rótarýklúbbur Seltjarnarness sérstaka viðurkenningu fyrir endurgerð á bryggju í Gróttu, en klúbburinn hefur um árabil haft frumkvæði að uppbyggingu og verndun húsa og mannvirkja á svæðinu.


Umhverfisviðurkenning 2014 - verlaunahafar og umhverfisnefnd
Allir verðlaunahafarnir samankomnir ásamt umhverfisnefnd Seltjarnarness, 
Á mynd fyrsta röð frá vinstri: Högni Óskarsson, Ingunn Benediktsdóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir, Rakel K. Káradóttir, Rósa Björg Helgadóttir, Úlrik Arthúrsson, Rósa Halldórsdóttir, Vilhjálmur Smári Þorvaldsson.
Önnur röð frá vinstri:
Guðmundur Ásgeirsson, Agnar Erlingsson, Guðmundur Snorrason, Sigríður Elsa Oddsdóttir,  Hildur Guðmundsdóttir og Dýri Guðmundsson.
Þriðja röð frá vinstri:
Elín Erlingsson, Margrét Pálsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Elín Helga Guðmundsdóttir.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: