Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ómar Ragnarsson í Bókasafni Seltjarnarness

11.9.2014

Ómar RagnarssonÁ Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september kl. 17, býður Bókasafn Seltjarnarness til stefnumóts við náttúruverndarsinnann Ómar Ragnarsson en hann fagnar afmæli sínu sama dag. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en þegar Ómar varð 70 árið 2010 afréð Ríkisstjórn Íslands að helga einn dag á ári íslensku náttúrunni og valdi til þess fæðingardag Ómars vegna framlags hans til náttúruverndar. 

Í dagskrá Ómars í Bókasafninu hefur hann frjálsar hendur í framsetningu sinni en mun beina sjónum að náttúruvernd, náttúru Íslands, gögnum hennar og gæðum auk þess að fjalla um náttúrufar á Seltjarnarnesi. Ómar fer hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir í nálgun sinni og setur fram efnið í bundnu og óbundnu máli, með myndrænni framsetningu og með söng og hljóðfæraslætti. Af þessu tilefni verða bækur, tónlist og annað efni eftir Ómar haft í öndvegi á safninu.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: