Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Góð þátttaka á íbúafundi 

12.9.2014

Íbúafundur 11. september 2014Fjölmenni var á íbúafundi sem fram fór í hátíðarsal Gróttu fimmtudaginn 11. september. Þar kynntu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Árni Geirsson frá Alta og Bjarni Torfi Álfþórsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar upphafsskrefin í endurskoðun á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar. 

Að loknum erindum var boðið upp á fyrirspurnir úr sal sem margir nýttu sér og urðu umræður góðar og gagnlegar. Það sem íbúar létu sig helst varða voru málefni á borð við vestursvæðin, golfvöllinn, hjóla- og göngustíga, Valhúsahæðina, aldurssamsetningu íbúa og fleira. 

Íbúafundur 11. september 2014Íbúar Seltjarnarness eru hvattir til að koma ábendingum á framværi við skipulagsnefnd bæjarins með því að senda erindi á netfangið postur@seltjarnarnes.is en það er afar mikilvægt að skipulagsnefnd fái sem flestar ábendingar frá íbúum, núna þegar verkið er að hefjast. 

Aðalskipulag er eitt mikilvægasta stjórntækið sem hver sveitarstjórn hefur til að hafa áhrif á margvíslega þróun innan marka sveitarfélagsins til langs tíma. Þar sem upphaflegur gildistími aðalskipulagsins er nú um það bil hálfnaður þótti bæjarstjórn rétt að staldra við og fara yfir stefnuna.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: