Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær þátttakandi í Hjólum til framtíðar

17.9.2014

Föstudaginn 19. september 2014 verður haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við fjölmarga aðila og er Seltjarnarnesbær þeirra á meðal. 

Áhersla ráðstefnunnar í ár, fylgir þema Evrópsku samgönguvikunnar - okkar vegir, okkar val, sem hefur gert dagskrána æði fjölbreytta og áhugaverða. 

Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á vefnum www.lhm.is, þar sem einnig eru upplýsingar um aðra viðburði í tengslum við ráðstefnuna. Reikningar vegna ráðstefnugjaldanna verða gefnir út á kennitölu greiðanda, afhentir í Iðnó/viðburðastað og settir inn á heimabanka greiðanda.

Hvar: Iðnó við Reykjavíkurtjörn
Hvenær: 19. september 2013, klukkan 9 til 16 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: