Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Kaldur pottur í Sundlaug Seltjarnarness

9.10.2014

Sundlaug Seltjarnarness nýtur ævinlega mikill vinsælda ekki síst fyrir lækningarmátt vatnsins í lauginni, sem er í senn salt og steinefnaríkt og auðveldar sundtökin. Stöðugt er unnið að þróun laugarinnar en ekki er langt síðan hún var endurgerð með nýjum, rúmgóðum pottum, útiklefum og sauna. 


Nú hefur enn ein nýjungin bæst við en það er kaldur pottur sem inniheldur vatn sem er aðeins 4-5 gráður. Sírennsli er í pottinum sem gerir það að verkum að ekki þarf að setja klór í hann. Frá því potturinn var settur upp um miðjan september hefur hann notið mikilla vinsælda allra aldurshópa en sér í lagi hjá íþróttafólki. 

Ástæðan liggur í því að eftir erfiðar æfingar er líkaminn og vöðvarnir miklu fljótari að ná sér ef farið er í kalt vatn eftir erfiðið.  Einnig er viðurkennd aðferð við að auka blóðflæðið að fara í heitt og kalt vatn til skiptis, svokölluð skiptiböð. Að sögn Hauks Geirmundssonar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs er Sundlaug Setljarnarness í stöðugri þróum og  kaldi potturinn aðeins enn ein viðbótin við frábæra laug og bara spurning um hvað verður næst.

Kaldur pottur í Sundlaug SeltjarnarnessEinn af föstum gestum Sundlaugar Seltjarnarness stillti sér upp fyrir myndatöku í hinum nýja, kalda potti laugarinnar og lét vel af verunni í honum. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: