Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Menntamálaráðherra á Seltjarnarnesi

16.10.2014

Illugi GunnarssonIllugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur fund um Hvítbókina á Seltjarnarnesi 21. október kl. 20-22. Fundurinn fer fram í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafni Seltjarnarnaress, við Eiðistorg. 

Í fréttatilkynningu á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir: „Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur opna fundi um Hvítbók um umbætur í menntamálum um allt land á næstunni.  Hann leggur áherslu á þau meginmarkmið að bæta árangur í lestri, bæta námsframvindu í framhaldsskólum og efla verk- og tækninám. „

Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi menntun sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis“. Fundirnir eru öllum opnir og eru kennarar, foreldrar og aðrir sem láta sig menntamál varða velkomnir."
Sjá nánar á Facebook-síðu um hvítbók: Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar?
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: