Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla

16.10.2014

Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla - Guðlaug SturlaugdóttirValhúsaskóli á Seltjarnarnesi fagnaði 40 ára afmæli í gær með fjölbreyttri dagskrá í skólanum þar sem fram komu núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar og slógu á létta strengi. Einnig flutti skólastjóri skólans, Guðlaug Sturlaugsdóttir, ávarp og bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir sté á stokk og tilkynnti að bærinn hyggðist gefa nemendaráði skólans gjöf sem gæti komið þeim að gagni í starfsemi þeirra. 

Nemendur buðu upp á leiðsögn um húsnæðið, en þeir höfðu lagt mikinn metnað í að skreyta skólann og taka saman mikið magn upplýsinga sem sýndi sögu skólans í máli og myndum og hengt upp um veggi skólans. Þá var einnig boðið upp á veitingar í mötuneyti skólans. Mikið fjölmenni var á samkomunni og mátti þar bæði sjá fyrrverandi nemendur og kennara auk foreldra núverandi nemenda sem og aðra bæjarbúa á Nesinu. 

Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla - Ásgerður HalldórdsóttirValhúsaskóli í 40 ár
Skólahald hófst í Valhúsaskóla haustið 1974.  Fram að því hafði kennsla elstu deilda grunnskólans farið fram í Mýrarhúsaskóla.  Allt fram til ársins 2004 voru skólarnir, Valhúsaskóli og Mýrarhúsaskóli, reknir sem tvær aðskildar stofnanir en árið 2004 voru þeir sameinaðir í Grunnskóla Seltjarnarness.  Starfsstöðvarnar hafa,  þrátt fyrir það, haldið fyrri nöfnum sínum. 

Fyrsti skólastjóri Valhúsaskóla var Ólafur H. Óskarsson.  Hann vann fyrst sem ráðgjafi  skólanefndar Seltjarnarness við hönnun skólans og vann náið með Vilhjálmi Hjálmarssyni, arkitekt hússins.  Árið 1997 lét Ólafur af störfum fyrir aldurs sakir en þá tók Sigfús Grétarsson við stöðunni og stýrði hann skólanum til ársins 2007 er núverandi skólastjóri, Guðlaug Sturlaugsdóttir, tók við starfinu.

Í tilefni afmælis skólans var efnt til hátíðar í skólnaum miðvikudaginn 15. október þar sem nemendur og starfsfólk sameinaðist um að bjóða foreldrum, gömlum nemendum og öðrum bæjarbúum til veislu.  Á hátíðinni stigu bæði núverandi og fyrrverandi nemendur  á stokk og skemmtu nærstöddum,

Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla

Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla

Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla

Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla
Fjörutíu ára afmæli Valhúsaskóla
Valhúsaskóli
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: