Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Samtal fuglafræðings og listamanns

22.10.2014

Jóhann Óli Himarsson og Sigga Rún KristinsdóttirFuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson og listamaðurinn og hönnuðurinn Sigga Rún Kristinsdóttir munu bera saman bækur sínar á sýningunni Flögr sem nú stendur yfir í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga við Eiðistorg. Stefnumótið á sér stað á morgun, fimmtudaginn 23. október kl. 17, en á sýningunni hefur fágætum munum úr Náttúrugripasafni Seltjarnarness verið komið fyrir í sýningarsalnum til að undirstrika fínlegar blekteikningar  Siggu Rúnar af ólíkum fuglum. Í verkum sínum leggur listamaðurinn áherslu á að draga fram persónuleg einkenni viðfangsefnisins.

Sigga Rún er útskrifuð úr Listaháskóla Íslands og hefur haldið sýningar ein og í félagi með öðrum. Hún er kunnust fyrir verkefni sitt Líffærafræði leturs, leturgerð sem byggð er á beinum, sem víða hefur vakið athygli og unnið til verðlauna og viðurkenninga. Þá hefur hún einnig hlotið viðurkenningar fyrir bókahönnun sína.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni




Leitaðu í eldri fréttum





Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: