Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Besta hráefni í boði í Leik- og Grunnskóla Seltjarnarness

24.11.2014

Ávextir

Í ljósi umræðu um hráefni og fæði í leikskólum undanfarna daga er ástæða til að geta þess að málsverðir í Leikskóla Seltjarnarness eru samkvæmt opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. 


Í mötuneytum Leik- og Grunnskóla Seltjarnarness er matseðillinn samsettur með tilliti til leiðbeininga Embættis landlæknis og kappkostað er við að velja hollar fæðutegundir í samræmi við ráðleggingar embættisins.  Fiskur er á boðstólnum tvisvar sinnum í viku, kjöt er ferskt og óblandað og grænmetisréttir eru jafnan á borðum. 

Skólamötuneyti Seltjarnarnesbæjar eru tekin út árlega af óháðum matvæla- og næringarfræðingi og úttektarskýrslur birtar á heimasíðum skólanna. Undanfarin ár hefur niðurstaða úttektarinnar sýnt að nánast alltaf er farið eftir opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Sykurnotkun er nánast engin og boðið er upp á besta hráefnið. Engin áform eru um að slá af gæðum skólamáltíða á Seltjarnarnesi.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: