Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjölmenn ráðstefna íslenskra æskulýðsrannsókna

25.11.2014


Ráðstefna íslenskra æskulýðsrannsóknaMánudaginn 24. nóvember var haldin ráðstefna íslenskar æskulýðsrannsóknir í Félagsheimili Seltjarnarness frá kl. 9-16. Á annað hundrað þátttakendur voru á ráðstefnunni sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra setti ráðstefnuna og flutti ávarp. 

Fjölda fróðlegra erinda voru flutt meða annars kynnti Ingibjörg Valgeirsdóttir, formaður  Æskulýðsráðs stefnumótun í æskulýðsmálum fyrir árin 2014-2018 og Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness sagði frá ferð sinni á „First Global Forum of Youth Policies“ sem haldin var í Baku, Azerbaijan nú í haust. 

Eftir hádegi voru málstofur um fjölbreytt viðfangsefni s.s viðhorf og þátttaka ungmenna, fagmennska og stefnumótum , fjölmenning og jafnréttir og fleira. Ráðstefnunni lauk með ávarpi Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjarstjóra og viðurkenningar voru veitta fyrir æskulýðsstarf.
Ráðstefna íslenskra æskulýðsrannsókna


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: