Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mælingar virkjaðar á Seltjarnarnesi

28.11.2014

Á undnaförnum vikum hafa stjórnendur og fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarness sótt fundi hjá Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þar sem farið hefur verið yfir viðbragðsáætlanir vegna jarðhræringa við Bárðarbungu, eldgossins í Holurhauni og gasdreifingar. Einnig hefur almannavarnanefnd kynnt sömu fulltrúum nýjar niðurstöður um hættumat á höfuðborgarsvæðinu.

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins ber ábyrgð á gerð hættumats og viðbragðsáætlana í umdæmi sínu og leggur ríka áhersla á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu viðbúin þegar almenn hætta steðjar að íbúum þess.

Þrír handmælar á Seltjarnarnes
Í kjölfar fundanna afréð Seltjarnarnesbær að fjárfesta í þremur handmælum sem komið verður fyrir við grunnskólann, leikskólann og íþróttamiðstöðina. Þegar veðurvaktin hjá Veðurstofu Íslands spáir gasdreifingu um höfuðborgarsvæðið verður lesið af mælunum með jöfnu millibili og niðurstöður færðar inn á heimasíðu Umhverfisstofnunar, en hægt er að komast inn á þá síðu frá heimasíðunni seltjarnarnes.is/stjornsysla/loftgaedi. Síðan þarf að velja flipann „Handmælar“ á síðu Umhverfisstofnunar. 

Það er von bæjarins að með þessu móti getir íbúar á Seltjarnarnesi áttað sig betur á loftgæðum í sinni heimabyggð en Umhverfisstofnun hefur gefið út töflu sem tekur á áhrifum gasmengunar á heilsufar fólks sem finna má hér. Samkvæmt henni er börnum og viðkvæmum ráðlagt að forðast áreynslu utandyra þegar magn brennisteinstvíildis (SO2) mælist yfir 600 míkrógrömmum á rúmmetra í andrúmsloftinu.

Baldur PálssonÁ myndinni má sjá Baldur Pálsson fræðslustjóra lesa af einum gasmælanna sem verið er að taka í notkun þessa dagana.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: